Hoppa yfir valmynd
13. júlí 2004 Utanríkisráðuneytið

Undirritun loftferðasamnings

Siv Friðleifsdóttir og Ao Man Long undirrita loftferðarsamning
Siv Friðleifsdóttir og Ao Man Long undirrita loftferðarsamning

Í dag 13. júlí var undirritaður í Reykjavík loftferðasamningur milli Íslands og sjálfstjórnarsvæðisins Makaó. Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, undirritaði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, samninginn ásamt Ao Man Long, ráðherra flutningamála og opinberra framkvæmda í Makaó. Makaó var portúgölsk nýlenda þar til 1999, en er nú kínverskt sjálfstjórnarsvæði, líkt og Hong Kong.

Samningurinn, sem er mjög opinn og hagstæður, var áritaður í Makaó 9. október 2003. Samningurinn heimilar flugfélögum samningsaðilana að stunda flug með farþega, farangur, frakt og póst milli Íslands og Makaó, en einnig í tengslum við flug til annarra staða. Loftferðasamningurinn skapar grundvöll fyrir bæði leigu- eða áætlunarflug og þar með margvísleg tækifæri í þessum heimshluta fyrir íslensk flugfélög.

Undirritun samningsins við Makaó er liður í áformum íslenskra stjórnvalda um að gera fleiri loftferðasamninga við ríki í Asíu, en samningur við alþýðulýðveldið Kína var undirritaður í apríl 2003 og samningur við sjálfstjórnasvæði Hong Kong verður undirritaður í næsta mánuði. Jafnframt eru í deiglunni loftferðasamningar við nokkur ríki í Mið-Austurlönd og ríki í Mið- og Suður-Ameríku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum