Hoppa yfir valmynd
15. júní 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Skoða áhrif goss á heilsu til langs tíma

Í ljósi áhrifa sem eldgosið í Eyjafjallajökli getur haft á heilsu landsmanna hefur heilbrigðisráðherra skipað stýrihóp til að vinna að vísindarannsókn á heilsufarslegum áhrifum eldgossins til langs tíma á íbúa landsins.

Sérstaklega á að skoða þá sem búsettir eru í námunda við eldstöðina, en hópurinn kallar þá aðila til samstarfs sem hann telur þörf á.

Formaður stýrihópsins er Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða. Aðrir í hópnum eru Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Unnur Valdimarsdóttir, forstöðumaður námsbrautar í lýðheilsuvísindum HÍ, Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, Þórarinn Gíslason, yfirlæknir á lungnadeild LSH, Þórir Kolbeinsson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Hellu og Gunnlaug Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum