Hoppa yfir valmynd
15. júní 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og heilsa sektuð um 100 milljónir

Lyf og heilsa misnotaði markaðsráðandi stöðu sína með skipulagðri atlögu gegn Apóteki Vesturlands, að mati áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem úrskurðaði um þetta í gær. Ber Lyfjum og heilsu að greiða 100 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna málsins.

Með úrskurðinum staðfesti áfrýjunarnefndin niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í málinu, en sektin sem Lyfjum og heilsu er gert að greiða lækkar úr 130 milljónum króna í 100 milljónir króna.

Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að aðdragandi málsins sé sá að sumarið 2007 hóf nýtt apótek á Akranesi, Apótek Vesturlands, samkeppni við apótek í eigu Lyfja og heilsu sem var fyrir á staðnum. Í kjölfarið barst Samkeppniseftirlitinu ábending um að Lyf og heilsa hefðu gripið til aðgerða til að hindra að nýja apótekið næði að hasla sér völl á Akranesi.

Eftir rannsókn málsins taldi Samkeppniseftirlitið sannað að Lyf og heilsa hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skipulagaðri atlögu gegn Apóteki Vesturlands sem beinlínis hafði það að markmiði að raska samkeppni. Brotin voru talin alvarleg og var Lyfjum og heilsu gert að greiða 130 milljón króna stjórnvaldssekt.

Lyf og heilsa skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist þess að hún yrði felld niður eða sektir lækkaðir verulega.

Áfrýjunarnefndin taldi hæfilegar sektir kr. 100.000.000 kr. Til stuðnings lægri sektum benti nefndin á að brotin takmörkuðust að mestu leyti við þröngt markaðssvæði. Þá var einnig tekið tillit til breyttra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar.

Sjá nánar á vef Samkeppniseftirlitsins


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum