Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Norrænir velferðarráðherrar funda í Danmörku

Skipulag heilbrigðiskerfisins og aðgerðir til þess að efla geðheilsu á Norðurlöndunum er meðal þess sem rætt er á fundi norrænna heilbrigðis- og félagsmálaráðherra sem nú stendur yfir í Álaborg í Danmörku.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra og Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra sitja fundinn fyrir Íslands hönd. Fundurinn hófst í dag en honum lýkur á morgun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira