Hoppa yfir valmynd
30. maí 2018 Innviðaráðuneytið

Rannsóknir sjóslysa í brennidepli á alþjóðlegum fundi í Reykjavík

Svipmynd frá fundi Evrópudeildar rannsóknaraðila á sjóslysum (EMAIIF) - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ávarpaði í morgun árlegan fund Evrópudeildar rannsóknaraðila á sjóslysum (EMAIIF) sem haldinn er í Reykjavík að þessu sinni. 

Í ávarpi sínu sagði ráðherra alþjóðlegan vettvang sem þennan skipta miklu máli við að efla öryggi á hafinu. ,,Með því að tengja saman reynslu og þekkingu getum við þróað öryggismál sjófarenda til að koma í veg fyrir slys á höfum úti.‘‘ Ráðherra sagði frá þeirri þekkingu sem Íslendingar hefðu öðlast í öryggismálum á hafinu á undanförnum áratugum. Með samhentu átaki stjórnvalda, útgerða og sjófarenda hafi náðst mikill árangur, sem sýni sig meðal annars í fækkun banaslysa á hafinu.

Fjöldi gesta frá aðildarríkjunum tekur þátt í fundinum sem stendur frá 30.-31. maí. EMAIIF er Evrópudeild rannsóknaraðila á sjóslysum innan samtakanna MAIIF (Marine Accident Investigators International Forum) og var deildin stofnuð í Helsinki árið 2005. MAIIF eru alþjóðleg samtök sem voru stofnuð í Kanada árið 1992 og er megintilgangur þeirra að skapa vettvang til að efla rannsóknir sjóslysa og koma á tengslum og efla samstarf milli rannsóknaraðila. Aðildarríki samtakanna eru 55 talsins.

 

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ávarpar fundinn. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum