Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2001 Félagsmálaráðuneytið

Skýrsla félagsmálaráðherra um stöðu framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar til að ná fram jafnrétti kynjanna

Úr inngangi skýrslunnar:


Íslenskur réttur hvílir á þeirri meginreglu að allir skuli jafnir fyrir lögum, óháð kynferði. Jöfn staða kynjanna hefur verið stjórnarskrárbundin frá árinu 1995, auk þess sem sérstök jafnréttislög hafa verið í gildi á Íslandi frá árinu 1976. Jafnréttislög eru mikilvægt tæki til að styrkja jafnréttisstarf og standa vörð um jafnrétti í samfélaginu, en það er löngu viðurkennt að í starfi að jafnrétti er í raun verið að breyta viðhorfum fólks til hefðbundinna kynhlutverka og kynbundinna ímynda. Jafnréttisstarf kallar því á sífellda samfélagsrýni, rannsóknir og sér tækar aðgerðir til að brjóta nýjum hugmyndum braut. Mikilvægt er að sem flestir komi að þessu verki en þar hljóta þó stjórnvöld að gegna einna mikilvægasta hlutverkinu. Fram kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum er einmitt framlag stjórnvalda til þessa verks. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um að félagsmála ráðherra skuli leggja fyrir þingið tillögu að framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Nú er unnið eftir framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið frá upphafi árs 1998 til loka árs 2001. Í skýrslunni er gerð grein fyrir því hvernig staða verkefna áætlunar innar var um síðustu áramót


Þessi tenging er ekki vistuð á heimasíðu félagsmálaráðuneytisinsSkýrsla félagsmálaráðherra um stöðu framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar til að ná fram jafnrétti kynjanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira