Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2012 Innviðaráðuneytið

Skráning hafin á málþing um sveitarstjórnarmál

Málþing um sveitarstjórnarmál verður haldið á Akureyri föstudaginn 10. febrúar næstkomandi á vegum nefndar innanríkisráðherra um eflingu sveitarstjórnarstigsins en í henni eiga einnig sæti fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þátttakendur geta skráð sig á málþingið með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

 

Á málþinginu verður meðal annars skýrt frá könnun meðal sveitarstjórnarmanna og alþingismanna um afstöðu þeirra til lýðræðismála, sameiningarmála og samvinnu sveitarfélaga. Þá verða flutt erindi um stöðu og stefnu varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins. Málþingið verður haldið í húsnæði Háskólans á Akureyri föstudaginn 10. febrúar, hefst klukkan 11 og stendur til 15. Boðið verður uppá léttan hádegisverð.

Dagskrá

Kl. 11:00
Ráðstefnugestir boðnir velkomnir: Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri.


Kl. 11:05
Setning: Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytur ávarp.

Kl. 11:20
Ávarp: Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kl. 11:30

Frá starfi nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins: Þorleifur Gunnlaugsson, formaður.

Kl. 11:45
Niðurstöður könnunar um viðhorf sveitarstjórnarmanna og alþingismanna til eflingar sveitarstjórnarstigsins: Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.

Kl. 12:30  
Léttur hádegisverður

Kl. 13:00
Sveitarstjórnarstigið – staða, horfur og áskoranir:
Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík,
Eva Sigurbjörnsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Árneshreppi,
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ
Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar.


Kl. 14.00
Pallborðsumræður undir stjórn Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytistjóra í innanríkisráðuneytinu: Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Fjarðabyggð, Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, Grétar Þór Eyþórsson, prófessor, Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga í innanríkisráðuneytinu og Ragnheiður Hergeirsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og varaformaður nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.


Kl. 15:20

Lokaorð; Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Kl. 15:30
Málþingi slitið.

Fundarstjóri: Elín R Líndal, sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum