Hoppa yfir valmynd
22. september 2000 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Afkoma ríkissjóðs fyrstu átta mánuði ársins 2000. Greinargerð 22. september 2000


Nú liggja fyrir tölur um afkomu ríkissjóðs fyrstu átta mánuði ársins 2000. Þær eru á greiðslugrunni og því ekki sambærilegar við fjárlög ársins, en þau eru sett fram á rekstrargrunni. Engu að síður gefa þessar tölur góða vísbendingu um þróun ríkisfjármála það sem af er árinu í samanburði við hliðstætt tímabil á síðustu tveimur árum.

Heildaryfirlit
Fyrstu átta mánuði ársins voru innheimtar tekjur ríkissjóðs 5,2 milljörðum króna umfram greidd gjöld, samanborið við 7,3 milljarða króna afgang á sama tíma í fyrra og 676 milljóna halla árið 1998. Í samanburði við áætlanir er þessi niðurstaða hagstæðari en reiknað var með. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 3 milljarða króna, en á sama tíma í fyrra var lánsfjárjöfnuðurinn hagstæður um 7 milljarða króna og árið 1998 um 1 milljarð. Þessi stærð gefur til kynna hvaða fjármagn ríkissjóður hefur til ráðstöfunar til að greiða niður skuldir. Á fyrstu átta mánuðum ársins námu afborganir eldri lána 28,5 milljörðum króna en nýjar lántökur 25 milljörðum. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var því neikvæð um tæpan S milljarð króna.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst
(Í milljónum króna)
1998
1999
2000
Tekjur.................................................................
105.694
121.748
134.279
Gjöld...................................................................
106.370
114.451
129.115
Tekjur umfram gjöld.......................................
- 676
7.297
5.165
Lánveitingar. nettó..........................................
1.714
- 302
- 2.046
Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................
1.038
6.995
3.119
Afborganir lána................................................
- 17.348
- 18.324
- 28.469
Innanlands.......................................................
- 7.572
- 8.653
-14.979
Erlendis............................................................
- 9.776
- 9.671
-13.490
Lánsfjárþörf brúttó..........................................
- 16.310
- 11.329
- 25.350
Lántökur...........................................................
17.434
9.915
24.973
Innanlands.......................................................
18.626
811
2.983
Erlendis............................................................
- 1.192
9.104
21.990
Greiðsluafkoma ríkissjóðs.............................
1.124
- 1.414
- 377


Við samanburð á mánaðarlegum afkomutölum ríkissjóðs er rétt að hafa í huga að tekjur ríkissjóðs sveiflast mjög mikið milli mánaða, eða sem nemur að jafnaði um 5 milljörðum króna. Þessi þróun, sem einnig kemur fram í afkomutölunum, endurspeglar fyrst og fremst skil á virðisaukaskatti sem fara fram annan hvern mánuð.

Tekjur
Heildartekjur ríkissjóðs fyrstu átta mánuði ársins námu 134,3 milljörðum króna, samanborið við 121,7 milljarða á sama tíma í fyrra og 105,7 milljarða árið 1998. Hækkunin frá fyrra ári nemur 10,3%, samanborið við 15,2% árið áður. Breyting skatttekna milli ára er svipuð, en þær hækka um 11% fyrstu átta mánuði þessa árs, samanborið við 16,3% hækkun í fyrra. Minni tekjuaukning á þessu ári samanborið við síðastliðið ár er ákveðin vísbending um að þenslan í efnahagslífinu sé í rénun.

Tekjur ríkissjóðs janúar-ágúst
(Í milljónum króna)

Aukning
í %
1998
1999
2000
1999
2000
Skatttekjur í heild..................................
97.017
112.798
125.217
16,3%
11,0%
Skattar á tekjur og hagnað..................
24.496
29.473
34.952
20,3%
18,6%
Tekjuskattur einstaklinga.....................
19.262
22.396
25.645
16,3%
14,5%
Tekjuskattur lögaðila...........................
2.662
4.051
4.901
52,2%
21,0%
Aðrir skattar á tekjur og hagnað...........
2.572
3.025
4.405
17,6%
45,6%
Tryggingagjöld....................................
10.363
11.481
12.540
10,8%
9,2%
Eignarskattar.........................................
4.837
5.212
5.845
7,8%
12,1%
Skattar á vöru og þjónustu..................
57.097
66.346
71.674
16,2%
8,0%
Virðisaukaskattur.................................
34.811
41.178
45.512
18,3%
10,5%
Aðrir óbeinir skattar.............................
22.285
25.168
26.162
12,9%
3,9%
þar af: Vörugjöld af ökutækjum..........
3.184
4.159
3.689
30,6%
-11,3%
Vörugjöld af bensíni................
4.575
4.686
5.199
2,4%
10,9%
Þungaskattur...........................
2.453
2.859
3.294
16,6%
15,2%
Áfengisgj. og hagn. ÁTVR......
5.075
5.502
5.816
8,4%
5,7%
Aðrir skattar..........................................
225
285
207
26,7%
-27,2%
Aðrar tekjur.............................................
8.677
8.950
9.062
3,1%
1,3%
Tekjur alls...............................................
105.694
121.748
134.279
15,2%
10,3%


Nær alla tekjuaukninguna á þessu ári, sem nemur um 12S milljarði króna, má rekja til aukinna skatttekna. Þetta á við um tekjuskatt einstaklinga og lögaðila sem og aðra skatta á tekjur og hagnað, svo sem fjármagnstekjuskatt. Tekjuskattur einstaklinga skilar 3,2 milljörðum króna meiri tekjum á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra og tekjuskattur lögaðila tæplega 900 m.kr. meiri tekjum. Fjármagnstekjuskattur skilar einnig mun meiri tekjum en í fyrra, 55%, sem rekja má til mjög aukinna umsvifa á fjármagnsmarkaði, sérstaklega til hækkandi hlutabréfaverðs.

Almennir veltuskattar hækka mun minna í ár en á síðasta ári. Í heild nemur hækkunin 8% milli ára, samanborið við 16,2% hækkun í fyrra. Þetta svarar til 2-3% aukningar að raungildi það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta eru mikil umskipti frá þróuninni á sama tíma fyrir ári, þegar raunaukning veltuskatta var 13-14%. Þetta endurspeglar minnkandi eftirspurn í efnahagslífinu á þessu ári, enda hefur kaupmáttur launa á þessu tímabili aukist mun minna en á sama tímabili í fyrra. Þessi þróun kemur glöggt fram í virðisaukaskatti, en hann skilar um 10S% meiri tekjum fyrstu átta mánuði þessa árs en í fyrra, samanborið við 18% aukningu milli áranna 1998-1999. Hækkun annarra veltuskatta er enn minni, tæplega 4%, samanborið við 13% í fyrra.

Athyglisvert er að sjá hvernig einstakir veltuskattar hafa breyst milli ára. Þannig jukust vörugjaldstekjur af ökutækjum um meira en 30% í fyrra en lækka á fyrstu átta mánuðum þessa árs um 11%. Þetta endurspeglar fyrst og fremst minni bílainnflutning á þessu ári, en einnig kann að gæta áhrifa frá lækkun vörugjalds síðastliðið vor.

Vörugjaldstekjur af bensíni hækka um 10,9% í ár, en hækkuðu á sama tíma í fyrra aðeins um 2S%. Þetta kann við fyrstu sýn að koma nokkuð spánskt fyrir sjónir. Álagningu almenns vörugjalds á bensín var breytt í októberlok í fyrra til lækkunar, úr hlutfallslegu gjaldi af innflutningsverði í fast krónugjald á hvern lítra. Þetta var gert í því skyni að draga úr áhrifum hækkandi heimsmarkaðsverðs á bensíni á söluverð hér heima. Hækkunin milli ára stafar af því að á fyrstu átta mánuðunum í fyrra var bensínverð enn tiltölulega lágt og innheimta vörugjalds því lág á þeim tíma. Verðið hækkaði eftir því sem á árið leið og vörugjaldið hækkaði hlutfallslega mikið þar til því var breytt. Áhrif breyttrar álagningar bensíngjalds koma glöggt fram í því að tekjur ríkissjóðs af bensíngjaldi hefðu verið nálægt 1 milljarði króna hærri miðað við heilt ár samkvæmt eldri tilhögun. Aukin innheimta bensíngjalds á þessu ári endurspeglar einnig aukna bensínsölu í takt við vaxandi bifreiðaeign landsmanna. Þungaskattur hækkar hins vegar álíka og áður, 15% í ár og 16% í fyrra, annars vegar vegna fjölgunar dísilbifreiða og hins vegar betri innheimtu þungaskatts. Þá er athyglisvert að tekjur af áfengisgjaldi og hagnaður ÁTVR vex mun hægar en aðrir tekjustofnar, um tæp 6% í ár og rúm 8% í fyrra.Aðrar tekjur, svo sem arðgreiðslur, vaxtatekjur og hagnaður af sölu eigna, hafa lítið breyst. Þær nema um 9 milljörðum króna það sem af er árs en voru tæplega það fyrir ári.

Gjöld
Heildarútgjöld ríkissjóðs námu um 129,1 milljarði króna á fyrstu sjö mánuðum ársins og hækka um 14,7 milljarða, eða 12,8%, frá sama tíma í fyrra. Tæpan þriðjung þessarar hækkunar, eða 4,3 milljarða, má rekja til aukinna vaxtagreiðslna, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinnlausnar spariskírteina á þessu ári. Útgjaldahækkunin, án vaxta, nemur um 9,8% milli ára, sem er heldur hærra en sem nemur almennum verðlagshækkunum og hækkun launavísitölu á sama tíma.

Útgjöld til almennra mála, en þar falla undir æðsta stjórn ríkisins, dómgæsla, löggæsla o.fl., hækka um 15% milli ára. Gætir þar meðal annars áhrifa sérstaks úrskurðar um launahækkun lögreglumanna, auk tímabundins kostnaðar vegna sérstakra verkefna forsætisráðuneytis. Greiðslur til utanríkisþjónustunnar standa nánast í stað milli ára þrátt fyrir aukinn rekstrarkostnað, þar sem á móti vegur lækkun stofnkostnaðar.

Rúm 60% af útgjöldum ríkisins það sem af er árinu, eða 79 milljarðar króna, runnu til ýmissa félagsmála, svo sem mennta-, menningar-, heilbrigðis- og tryggingamála. Útgjöld til þessa málaflokks hækka í heild um 8% milli ára, en frávik hjá einstaka málefnum eru veruleg. Þannig hækka greiðslur til sjúkrahúsþjónustu um 12S% á meðan að greiðslur ýmissa tilfærslna s.s. almannatrygginga hækka aðeins um rúm 6%. Bætur hækka í samræmi við launaþróun, en á móti vega áhrif tekjutengingar bóta og lægra atvinnuleysi. Atvinnuleysi er um 1S% það sem af er árinu á móti rúmum 2% á sama tíma í fyrra.

Gjöld ríkissjóðs janúar-ágúst
(Í milljónum króna)
Breyting
milli ára, %
1998
1999
2000
1998-1999
1999-2000
Almenn mál.......................................
11.363
12.614
14.552
11,0%
15,4%
Almenn stjórn...................................
5.474
6.199
7.470
13,2%
20,5%
Dómgæsla og löggæsla......................
4.171
4.530
5.174
8,6%
14,2%
Utanríkisþjónusta.............................
1.718
1.885
1.909
9,7%
1,2%
Félagsmál...........................................
67.555
73.221
79.357
8,4%
8,4%
Þar af: Mennta- og menningarmál........
12.675
13.708
14.827
8,1%
8,2%
Heilbrigðismál..........................
19.486
22.180
24.950
13,8%
12,5%
Almannatryggingamál..............
27.260
29.089
30.888
6,7%
6,2%
. Húsnæðis- fél. og vinnumál......
6.592
6.528
6.772
- 1,0%
3,7%
Atvinnumál........................................
15.412
16.335
17.183
6,0%
5,2%
Þar af: Landbúnaðarmál.......................
5.917
5.878
6.022
-0,7%
2,5%
Samgöngumál............................
7.205
7.626
8.213
5,8%
7,7%
Vaxtagjöld..........................................
9.237
8.618
12.948
-6,7%
50,2%
Önnur útgjöld...................................
2.803
3.664
5.074
30,7%
38,5%
Gjöld alls............................................
106.370
114.451
129.115
7,6%
12,8%



Útgjöld til atvinnumála hækka um rúm 5% og þar munar mestu um framlög til vegamála sem hækka um 7,7%. Aðrar breytingar eru lægri. Veigamestu útgjaldaliðirnir fylgja forsendum sem fram koma í vegaáætlun og búvörusamningi.

Vaxtagreiðslur hækka sem fyrr segir um 4,3 milljarða króna milli ára og verulega umfram forsendur fjárlaga sem skýrist að mestu af forinnlausn spariskírteina á þessu ári. Innlausnin kemur fram sem hækkun á greiðslugrunni, en fyrirframgreiðsla vaxta með þessum hætti skilar sér í minni vaxtagreiðslum síðar.

Önnur útgjöld hækka um 1,4 milljarða króna, sem skýrist að mestu af breyttri bókhaldsmeðferð vegna uppbóta á lífeyri sem geiddar eru til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Lánahreyfingar
Lánveitingar ríkissjóðs, nettó, taka til greiðslna vegna veittra lána, sölu hlutabréfa og hreyfinga á viðskiptareikningum. Innheimtar afborganir umfram ný veitt lán námu 1,2 milljörðum króna sem er helmingi lægra en á sama tíma í fyrra. Verulega hefur dregið úr lánveitingum ríkissjóðs á undanförnum árum. Greiðslur af almennum viðskiptareikningum námu 4,5 milljörðum og greiðslur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs nema alls 4 milljörðum króna. Á móti þessu vegur að innborganir í upphafi þessa árs vegna sölu viðskiptabanka á síðasta ári námu um 5S milljarði króna.

Afborganir lána ríkissjóðs námu 28,5 milljörðum króna, eða 10,1 milljarði meira en á sama tíma í fyrra. Þar ber hæst forinnlausn spariskírteina, sem nam tæpum 9 milljörðum króna, en það er um tvöfalt meira en í fyrra. Var uppkaupum beint að fjórum flokkum spariskírteina sem eru ekki nægilega seljanlegir á eftirmarkaði. Afborganir erlendra lána námu 13,5 milljörðum króna, 4 milljörðum minna en í fyrra.

Lántökur ríkisins námu um 25 milljörðum króna, en það er rúmlega 15 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Í febrúar sl. gaf ríkissjóður út skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 200 milljónir evra og nam andvirði þeirra 14S milljarði króna sem var notað til endurgreiðslu erlendra lána. Útgáfa ríkisvíxla innanlands var S milljarði lægri en innlausn, samanborið við 2 milljarða króna lækkun á sama tíma í fyrra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum