Hoppa yfir valmynd
28. október 2011 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði í morgun ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem stendur yfir í dag og á morgun í Vík í Mýrdal. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á fundinum rætt um eflingu sveitarstjórnarstigsins á Suðurlandi og sóknaráætlanir landshluta.

Innanríkisráðherra ávarpaði ársþings SASS.
Innanríkisráðherra ávarpaði ársþings SASS.

Í ávarpi sínu ræddi innanríkisráðherra meðal annars fjárhagsstöðu sveitarfélaga og ríkisins og sagði mörg sveitarfélög í vanda. Sagði hann það sameiginlegt verkefni að ráða fram úr fjárhagsvanda og reyna yrði hjá ríki og sveitarfélögum að leita leiða út úr vandanum með hagræðingu og án þess að segja yrði upp fólki. Þá gat hann um þá eflingu sveitarstjórnarstigsins á Suðurlandi sem rædd hefði verið innan samtakanna en á fundinum verður fjallað um umræðuskjal um málið.

Frá ársþingi SASS í október 2011 í Vík í Mýrdal.

Ráðherra nefndi sem dæmi um eflingu og samvinnu samninginn sem undirritaður var á liðnu sumri um að ábyrgð á almenningssamgöngum yrði flutt frá ríkinu til sveitarfélaga á svæðinu en hann á að ganga í gildi um næstu áramót. Þá sagði hann unnið í ráðuneytinu að endurskoðun á skipulagi embætta sýslumanna og lögreglustjóra.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum