Hoppa yfir valmynd
10. október 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn er í dag

Í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október, sem haldinn er árlega víðsvegar í heiminum, verður skemmtidagskrá í miðbæ Reykjavíkur frá kl. 16:00–18:30. Dagskráin byrjar kl. 16:00 með lúðrablæstri og söng við Hallgrímskirkju. Fjárfestum í geðheilsu er kjörorð dagsins.

Í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október, sem haldinn er árlega víðsvegar í heiminum, verður skemmtidagskrá í miðbænum frá 16:00–18:30. Dagskráin byrjar kl. 16:00 með lúðrablæstri og söng við Hallgrímskirkju.

Þaðan verður gengið niður í Ráðhús Reykjavíkur þar sem tekið verður á móti gestum kl. 16:45 með lifandi tónlist og léttum veitingum.

Samhliða dagskrá verður boðið upp á kynningarúrræði, veitingar, sölu bola til styrktar Alþjóðageðheilbrigðisdeginum og Brospinna til styrktar bættum aðbúnaði á geðdeildum.

Í vestursal Ráðhússins verður myndlistarsýning með myndum eftir notendur geðheilbrigðikerfisins sem stendur frá 10. - 12. október.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum