Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Sjálfsvíg á Íslandi

Rúmlega 500 manns sviptu sig lífi á fimmtán ára tímabili á Íslandi. Flestir voru karlar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðismálaráðherra á Alþingi. Á árunum 1990 til 2005 sviptu 518 Íslendingar sig lífi. Þetta kemur fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar. Rúmlega fjögur hundruð karlar sviptu sig lífi á tímabilinu og rúmlega hundrað konur. Á tímabilinu tóku 180 manns undir þrítugu líf sitt, 165 karlar og 15 konur. Landlæknisembættið tók upplýsingar saman fyrir heilbrigðismálaráðherra.

Sjá nánar svar heilbrigðismálaráðherra: http://www.althingi.is/altext/133/s/0401.html



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum