Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti blaðamönnum í dag skýrslu um þörf fyrir fólk í heilbrigðisþjónustunni á næstu árum. Skýrsluna unnu starfsmenn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og gerðu þeir Tryggvi Þór Herbertsson og Axel Hall grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknarinnar með ráðherra á blaðamannafundinum. Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega á næstu árum til að mæta vaxandi þörf fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og kynnt var í dag. Undanfarin tíu ár hafa innan við 90 sjúkraliðaleyfi verið gefin út af heilbrigðisyfirvöldum en Hagfræðistofnun telur að nauðsynlegt sé að útskrifa 120 til 140 sjúkraliða á ári til að mæta eftirspurn eftir sjúkraliðum. Sama er að segja um hjúkrunarfræðinga. Um 110 hjúkrunarfræðingar útskrifast á ári hverju en Hagfræðistofnun telur raunhæft að gera ráð fyrir að útskrifa þurfi 130 til 140 hjúkrunarfræðinga árlega. Með rannsókn og skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið eru lögð drög að gerða spálíkans um þörf fyrir fólk í heilbrigðisþjónustunni.

Sjá nánar: Mannaflaþörf í heilbrigðisþjónustu - skýrsla  (pdf skjal 2569 Kb)Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira