Hoppa yfir valmynd
9. júní 2016 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerðarbreytingu um ökuskírteini til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 23. júní næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið [email protected].

Með breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini verður heimilt að kenna og prófa á sjálfskiptar bifreiðar í C1- og D1-flokki, sem eru minni gerðir vöru- og hópbíla, en réttindin verða þá takmörkuð við akstur sjálfskiptra bifreiða í þessum flokkum. Þessi heimild er nú þegar í ökutækjaflokkum C og D, þ.e. fyrir stærri vöru- og hópbifreiðar.

Bifreiðar eru í dag flestar með sjálfskiptingu og er því lagt til í drögunum að valkvætt verði hvort próf er tekið á sjálfskipta eða beinskipta bifreið og fá útgefin ökuréttindi í samræmi við það. Ef próf er tekið á sjálfskipta bifreið er síðar hægt að bæta við réttindum á beinskipta ef tekið er verklegt próf. Í Noregi og Svíþjóð er fyrirkomulagið á þann hátt sem hér hefur verið lýst.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum