Hoppa yfir valmynd
19. september 2005 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Framtíðarkostir samgangna milli lands og Eyja

Samgönguráðherra hefur skipað Pál Sigurjónsson verkfræðing sem formann starfshóps sem fjallar um samgöngur milli lands og Eyja.

Arnar Sigurmundsson, Sturla Böðvarsson, Páll Sigurjónsson, Guðjón Hjörleifsson og Ragnhildur Hjaltadóttir
Vestmannaeyjar_og_Rain_002

Nefndin var upphaflega skipuð 12. maí 2004 til að fara yfir framtíðarkosti hvað samgöngur við Vestmannaeyjar varðar. Hlutverk nefndarinnar er að skoða möguleika er varða jarðgangagerð milli lands og Eyja, ferjuhöfn í Bakkafjöru, endurnýjun Herjólfs og aðra þá kosti sem kunna að vera í stöðunni. Páll hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á þeim málum sem nefndinni er ætlað að fjalla um. Fyrrverandi formaður var Kristján Vigfússon, þá staðgengill siglingamálastjóra, en hann hefur horfið til annarra starfa.

Með Páli í hópnum eru: Jón Eðvald Malmquist, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu, Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálstjóri, Ingi Sigurðsson fv. bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og formaður Ægisdyra, Páll Zóphóníasson tæknifræðingur fv. bæjarstjóri í Vestamannaeyjum og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira