Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2000 Dómsmálaráðuneytið

Hugmyndasamkeppni um tilhögun kosninga með rafrænum hætti.

Samningur Dóms- og kirkjumálaráðuneytis um útfærslu verðlaunatillagna í hugmyndasamkeppni um tilhögun kosninga með rafrænum hætti.

Samkeppni um tilhögun
kosninga með rafrænum hætti.


Ráðuneytið efndi á árinu 2000 til samkeppni um tilhögun kosninga með rafrænum hætti. Alls bárust 6 tillögur og féllu 1. - 2. verðlaun í hlut tveggja fyrirtækja en þau eru Einar J. Skúlason hf. og Tölvubraut ehf. Ráðuneytið hefur síðan samið fyrir bæði fyrirtækin hvort fyrir sig um nánari úfærslu hugmynda þeirra og er hugmyndin að gerðar verði sýningingarhæfar frumgerðir að kosningakerfi. Að þeim áfanga loknum verður tekin ákvörðun um framhaldið. Hér er ekki um að ræða verk sem unnið er á kostnað ríkissjóðs, heldur vinna fyrirtækin það á eigin vegum með stuðningi ráðuneytisins enda er talið að finna megi markað fyrir slík kosningakerfi á fleiri sviðum en við alþingiskosningar. Þegar hefur rafrænt kosningakerfi verið notað við kosningar á Alþýðusambandssþingi og fyrirhugað er að nota það einnig við væntanlega skoðanakönnun á vegum Reykjavíkurborgar um flugvallarmál.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
30. janúar 2001

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira