Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Frá ráðstefnu um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði ráðstefnuna um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og afbrot í upphafi, en að ráðstefnunni stóðu félags- og tryggingamálaráðuneytið, Blaðamannafélag Íslands, Alþjóðahús, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Kópavogsbær og Fjölmenningarsetur.

Birtar voru niðurstöður Fjölmiðlavaktarinnar um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur á árinu 2007, greint frá úttekt á afbrotum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fjallað var um afbrot, staðalmyndir og innflytjendur og blaðamaður greindi frá sínu sjónarhorni. Þá flutti Arash Mokhtari, verkefnisstjóri hjá Quick Response í Svíþjóð (QR), erindi um umfjöllun fjölmiðla og staðalmyndir og greindi frá vinnu QR.

Í framhaldi voru tvær fjörlegar málstofur, í annarri var fjallað um umræðuna á götunni/bloggið og í hinni var fjallað um formlega upplýsingagjöf um afbrot.

Skjal fyrir Acrobat ReaderGlærur frá fyrirlestri Magnúsar Heimissonar (PDF, 469KB)

Skjal fyrir Acrobat ReaderGlærur frá fyrirlestri Rannveigar Þórisdóttur (PDF, 525KB)

Skjal fyrir Acrobat ReaderGlærur frá fyrirlestri Rúnars Pálmasonar (PDF, 152KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum