Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2001 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Áætlunar- og sjúkraflug

Í dag, mánudaginn 19. febrúar, undirrituðu heilbrigðisráðherra, samgönguráðherra, forstjóri Tryggingastofnunar og framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands samningar við Flugfélag Íslands um áætlunar- og sjúkraflug. Fréttin fylgir hér á eftir.


Samningsaðilar eru annars vegar Flugfélag Íslands og hins vegar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, samgönguráðuneytið og Tryggingastofnun ríkisins. Samningarnir eru gerðir á grundvelli útboðs sem fór fram á vegum Ríkiskaupa á síðast liðnu ári. Útboðið var unnið sem samstarfsverkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, samgönguráðuneytis, Tryggingastofnunar ríkisins og Flugmálastjórnar Íslands.

Samningur um áætlunarflug
Samningurinn er á milli Flugfélags Íslands og samgönguráðuneytisins um rekstur á eftirtöldum áætlunarleiðum:

Áætlunarleiðir Lágmarksfjöldi hringferða g áætlunardaga á viku Lágmarksfjöldi farþegasæta á hvorri leið Hámarksfjöldi millilendinga í hverri hringferð. Tímabil sem áætlun skal vera í boði
Akureyri - Grímsey - Akureyri
3
8
0
Allt árið
Akureyri - Vopnafjörður - Akureyri
5
8
1
Allt árið
Akureyri - Þórshöfn - Akureyri
5
8
1
Allt árið
Akureyri - Egilsstaðir - Akureyri
3
8
1
1. okt. ? 30. apríl
Akureyri - Ísafjörður - Akureyri
4
8
0
Allt árið

Samningurinn skyldar Flugfélag Íslands til að þjóna umsömdum áætlunarleiðum á samningstímanum. Farmiðaverð, sem gilda á samningstímanum, má fylgja breytingum á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Allar breytingar á farmiðaverði umfram breytingar á vísitölu neysluverðs skulu vera háðar samþykki samgönguráðuneytis. Ennfremur skulu eftirfarandi skilmálar um félagslega afslætti gilda um farmiðaverð:
ü Börn yngri en tveggja ára skulu greiða að hámarki 10% af hæsta fargjaldi.
ü Börn 12 ára og yngri skulu fá minnst 50% afslátt af fullu fargjaldi.
ü Öryrkjar eða einstaklingar 67 ára og eldri, skulu fá minnst 30% afslátt af fullu fargjaldi.

Fjárhæð samningsins nemur alls kr. 50.187.955,- án vsk. á ári.

Samningur um sjúkraflug
Miðstöð sjúkraflugs á Norður- og Austurlandi verður á Akureyri og verða sjúklingar jafnan fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Samkvæmt samningnum mun Flugfélag Íslands sjá um allt sjúkraflug á Norður- og Austurlandi, þ.e. frá botni Hrútafjarðar að Hveravöllum, síðan að Nýjadal og þar næst að Höfn í Hornafirði. Allt svæðið fyrir norðan þá línu tilheyrir norðursvæði. Höfn í Hornafirði telst til norðursvæðis. Sjúkraflug, þar sem um neyðarflug er að ræða ber ávallt að meðhöndla sem forgangsverkefni.

Flugfélag Íslands skipuleggur sjúkraflugsvaktir flugmanna allan sólarhringinn. Sjúkraflutningamenn frá Slökkviliðinu á Akureyri hafa undanfarin ár farið í sjúkraflug og hefur sá háttur gefist vel. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri mun einnig skipuleggja vaktir lækna sem eiga að fara í sjúkraflug þegar þörf krefur. (Þetta hefur verulega breytingu í för með sér fyrir lækna í einmenningshéruðum, sem þurfa ekki lengur að yfirgefa héraðið.)

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið greiðir kr. 46.760.000 á ári til reksturs sjúkraflugsins. Auk þess greiðir Tryggingastofnun ríkisins kr. 108.000.- fyrir hvert staðalsjúkraflug.

Við framkvæmd beggja samninga mun Flugfélagið nota þrjár flugvélar, eina Metro 3 SA227 og tvær Twin Otter DHC6 flugvélar. Gildistími beggja samninga er frá 1. janúar 2001 til 31. desember 2003. Samningsaðilar geta þó sagt samningnum upp skriflega með minnst níu mánaða fyrirvara. Möguleiki er á tveggja ára framlengingu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira