Hoppa yfir valmynd
4. mars 2016 Forsætisráðuneytið

Bjarni Jónsson - Þjóðaratkvæðagreiðslur

Tillagan um innleiðingu þjóðaratkvæðagreiðslna í Stjórnarskrá lýðveldisins er óþarflega flókin að forminu til og getur hæglega leitt til óstöðugleika í stjórnarfari landsins, ef hún verður samþykkt.  Þess vegna er lagt til, að í þessa grein verði settur varnagli, en um leið fækkað undantekningum þannig, að í þjóðaratkvæði geti farið lög af öllum toga, nema fjárlög.Þá geti 20 % atkvæðisbærra manna í síðustu Alþingiskosningum haft frumkvæði að lagasetningu  með því að fara fram á það við forseta lýðveldisins, að hann feli forseta Alþingis að leggja frumvarp tiltekins efnis fyrir Alþingi.   

Téður varnagli sé þannig, að 15 % atkvæðisbærra manna í síðustu Alþingiskosningum geti farið fram á það við forseta lýðveldisins, að hann hlutist til um það við ríkisstjórnina á Ríkisráðsfundi, að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekin nýsamþykkt lög frá Alþingi, og gildi sömu fyrirvarar um synjun laganna og í tillögu Stjórnarskrárnefndar, þ.e. meirihluti greiddra atkvæða, þó minnst 25 % atkvæðisbærra manna.  Jafnfram verði kveðið á um, að forseti megi ekki synja lögum staðfestingar, nema hann hafi rökstuddan grun um, að þau brjóti gegn gildandi Stjórnarskrá.  Þá skal Hæstiréttur eða Stjórnlagaráð, ef það hefur verið stofnsett, úrskurða um réttmæti laganna.  Forseti á þó að geta synjað lögum staðfestingar og sent í þjóðaratkvæði, sem orðið hafa til að frumkvæði kjósenda, sbr hér að ofan. 

Virðingarfyllst,
Bjarni Jónsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum