Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2019 Utanríkisráðuneytið

Mikil upplifun og ánægjulegt að sjá árangurinn

Utanríkisráðherra við vatnsból í Mangochi héraði. Ljósmynd: gunnisal - mynd

„Þetta hefur verið mikil upplifun og ánægjulegt að sjá árangurinn. Það sem gerir það að verkum að manni líður vel er að heimamenn koma og sýna okkur svart á hvítu þann góða árangur sem náðst hefur,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann er nýkominn heim úr vinnuferð til Malaví, en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því samstarf um þróunarsamvinnu hófst milli landanna tveggja.

Íslendingar hafa á síðustu sjö árum unnið með héraðsstjórninni í Mangochi, einu fátækasta héraðinu í landinu, við að bæta grunnþjónustu sveitarfélagsins á þremur mikilvægustu sviðum samfélagsins, í lýðheilsu, menntun og vatni. Á ferð sinni um verkefnasvæði Íslendinga í Mangochi héraði kynnti ráðherra sér starfið á vettvangi, hann heimsótti einn af skólum héraðsins sem nýtur stuðnings af samstarfinu, skoðaði nýja fæðingardeild við heilsugæslustöð í afskekktri sveit og nærliggjandi vatnsból, eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í ferðinni.

Þá var einn af hápunktum ferðarinnar formleg opnun glænýrrar fæðingardeildar í höfuðstað héraðsins, Mangochibænum. Auk utanríkisráðherra tók Atupele Muluzi heilbrigðisráðherra Malaví þátt í athöfninni en bygging fæðingardeildarinnar hefur verið veigamesti þátturinn í byggðaþróunarverkefni Íslendinga með héraðsstjórninni.

Hvarvetna var ráðherranum afar vel tekið og hann beðinn fyrir þakklætiskveðjur til íslensku þjóðarinnar og stjórnvalda á Íslandi.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
4. Menntun fyrir alla
6. Hreint vatn og hreint
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira