Hoppa yfir valmynd
16. maí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Kjörskrár verði lagðar fram eigi síðar en 21. maí

Kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 skulu lagðar fram almenningi til sýnis eigi síðar en miðvikudaginn 21. maí næstkomandi á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað sem sveitarstjórnin auglýsir. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.

Athugasemdum við kjörskrá skal koma á framfæri við hlutaðeigandi sveitarstjórn eins fljótt og unnt er og skal sveitarstjórn þegar taka til meðferðar athugasemdir og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Leiðréttingar má gera fram á kjördag en athygli er vakin á því að óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir 10. maí s.l.

Nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí nk. er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum