Hoppa yfir valmynd
7. september 2001 Heilbrigðisráðuneytið

1. - 7. september 2001

Fréttapistill vikunnar
1. - 7. sept. 2001


"...rangtúlkun - rýmum fækkar ekki í geðlæknisfræði" segir lækningaforstjóri LSH

Umræða hefur orðið um sameiningu geðsviðs Landspítala og hefur Geðlæknafélagið meðal annars sent frá sér ályktun vegna málsins. Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, sagði í dag að samkvæmt upplýsingum sem hann hefði frá Landspítala sýndist sér ályktun að Geðlæknafélagsins byggða á misskilningi þar sem ekki stæði til að fækka rýmum miðað við þau sem nýtt hefðu verið undanfarið. Lækningaforstjóri Landspítala tók í sama streng í Morgunblaðinu 6. september, en þar sagði hann: "Miðað við þann plássafjölda sem hefur verið í notkun að undanförnu, þá er hreint ekki verið að fækka plássum, heldur að fjölga um 3 pláss, en við höfum engin tök á að reka slíkan fjölda plássa vegna stöðunnar í ráðningarmálum. Við erum að reyna að nýta það pláss sem við höfum á besta mögulegan hátt. Það er því rangtúlkun að segja að verið sé að fækka plássum í geðlæknisfræði, enda er það alls ekki stefna spítalans."

Ráðherra ávarpar brautryðjendur
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingmálaráðherra, ávarpaði á miðvikudaginn þing norrænna frumkvöðla á sviði umferðaröryggismála sem komu hér saman á vegum Umferðaráðs. Efst á dagskrá frumkvöðlanna var notkun bílbelta og öryggismál í umferð framtíðarinnar. Rætt var um notkun farsíma undir stýri, meðal annars í ljósi bandarískra rannsókna en í þeim kemur ekki fram munur á slysatíðni eftir því hvort ökumenn halda á síma eða ekki þegar þeir tala. Það er samtalið sjálft sem dregur úr einbeitingu manna.
ÁVARP RÁÐHERRA...

Landspítali - háskólasjúkrahús: Smitsjúkdómadeild sameinuð
Smitsjúkdómadeildir sjúkrahússins sameinast 1. september 2001. Nýjan deildin verður í Fossvogi, eins og framkvæmdastjórn ákvað frá í vor. Á deild A-7 í Fossvogi er stefnt að því að sinna sjúklingum með smitsjúkdóma, einkum sjúklingum með flóknari vandamál. Sjúklinga sem þjást af smitsjúkdómum er að finna víða á sjúkrahúsinu og miðast þjónusta smitsjúkdómadeildar við það, meðal annars sinna sérfræðingar hennar samráðskvaðningu samkvæmt föstu skipulagi.
NÁNAR...

Ráðstefna um siðfræði geðheilbrigðisstétta
Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fræðsluráðs hjúkrunar á geðsviði LSH standa fyrir ráðstefnu um siðfræði geðheilbrigðisstétta 21. september 2001. Skráning fyrir 19. september.
NÁNAR...

Ný reglugerð
Þann 1. september tók gildi ný reglugerð nr. 665/2001 um (10.) breytingu á reglugerð nr. 47/1990 um stofnanaþjónustu fyrir aldraða.



Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
7. september 2001

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum