Hoppa yfir valmynd
31. maí 2022 Utanríkisráðuneytið

Malaví: Saumavél bjargaði fjölskyldunni

Arienne með saumavélina. Ljósmynd: Jón Ragnar Jónsson - mynd

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi settu ný­lega á lagg­irn­ar fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni í Rúanda og Mala­ví og bæt­ast þau við sam­bæri­legt verk­efni sem samtökin hafa starf­rækt í Eþí­óp­íu frá árinu 2018. Í Mala­ví er fjöl­skyldu­fefl­ing­in í ná­grenni barna­þorps­ins í Nga­bu og í þeim bæ syðst í Mala­ví er kom­in góð reynsla á slíkt verk­efni sem rek­ið var af SOS í Nor­egi.

Á ferð fulltrúa SOS til Mala­ví fyrr á ár­inu hitt­u þeir Ari­ann­es, fimm barna ein­stæða hús­móður, sem er ný­út­skrif­uð úr fjöl­skyldu­efl­ingu í Nga­bu. Fjöl­skyld­an var á mörk­um þess að leys­ast upp áður en fjöl­skyldu­efl­ing­in kom til sög­unn­ar.

 „Ég gat ekki séð fyr­ir börn­un­um og sent þau í skóla. Hér verð­ur reglu­lega upp­skeru­brest­ur og börn­in fengu stund­um að­eins eina mál­tíð á dag. Eitt barn­anna minna er fatl­að og átti sér­stak­lega erfitt því við átt­um ekki ör­ugg­an samastað,” seg­ir Ari­ann­es en með að­stoð fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar varð al­ger við­snún­ing­ur á lífi fjöl­skyld­unn­ar. 

 Ari­ann­es er hæfi­leika­rík sauma­kona og eft­ir að henni var hjálp­að að kaupa sauma­vél fór hún að afla tekna. Hún hafði loks efni á að kaupa mat og skóla­gögn fyr­ir börn­in og eign­að­ist eig­ið hús­næði.

Þessi smá­vægi­lega að­stoð er miklu stærri en hún virð­ist í fyrstu eins og Ari­ann­es út­skýr­ir. „Það sem fjöls­kyldu­efl­ing­in gerði fyr­ir okk­ur var að koma í veg fyr­ir að börn­in hætti í skóla, að þau myndu svelta og mjög lík­lega leið­ast út í vændi. Það eru því mið­ur ör­lög margra barna hér á þessu svæði,” seg­ir Ari­ann­es en með­al af­leið­inga vænd­is er mik­il út­breiðsla HIV til­fella með til­heyr­andi dauðs­föll­um og eft­ir standa mun­að­ar­laus börn.

Char­les Mt­hengomwacha, verk­efn­is­stjóri fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar sem SOS á Ís­landi rek­ur skammt frá, und­ir­strik­ar hversu stórt þetta vanda­mál er. „Að­eins hér á Nga­bu svæð­inu eru 13.500 börn í raun­veru­legri hættu á að verða mun­að­ar­laus."

Ari­ann­es vildi að lok­um koma á fram­færi þakk­læti til Ís­lend­inga sem styðja við fjöl­skyldu­efl­ing­una. Hún lít­ur nú björt­um aug­um til fram­tíð­ar. „Ég finn mik­ið ör­yggi í því að búa í eig­in hús­næði og ég afla tekna með sauma­mennsk­unni. Börn­in fá að borða og þau sækja skóla.”

Heimild: Vefur SOS Barnaþorpanna

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll
8. Góð atvinna og hagvöxtur
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum