Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Frá afhendingu trúnaðarbréfs
Frá afhendingu trúnaðarbréfs, Sveinn Björnsson, sendiherra og Jan Kubis, framkvæmdastjóri ÖSE

Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti 19. ágúst, Jan Kubis, framkvæmdastjóra Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Vínarborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.

ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum sem eru fimmtíu og fimm talsins. Innan stofnunarinnar fer fram reglubundið samráð á sviði mannréttindamála, lýðræðis, réttinda minnihlutahópa, auk öryggis- og afvopnunarmála. Einnig má nefna víðtækt kosningaeftirlit á vegum stofnunarinnar í aðildarríkjunum. Öll ríki Evrópu eiga aðild að ÖSE auk Bandaríkjanna, Kanada, Kasakstan, Kirgisía, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.

Með framlagi stofnunarinnar á ofangreindum sviðum, ekki síst með starfi átján sendinefnda ÖSE á vettvangi í aðildarríkjunum, gegnir ÖSE þýðingarmiklu hlutverki við að tryggja stöðugleika og festa lýðræði í sessi.



Frá afhendingu trúnaðarbréfs
Frá afhendingu trúnaðarbréfs, Sveinn Björnsson, sendiherra og Jan Kubis, framkvæmdastjóri ÖSE

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum