Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Afhending trúnaðarbréfs hjá IAEA
Afhending trúnaðarbréfs hjá IAEA

Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti í dag Mohamed EIBaradei, framkvæmdastjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) í Vínarborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni.

Starfsemi Alþjóðakjarnorkumálastofnuninnar miðar að því að auka öryggi og eftirlit með nýtingu kjarnorku og geislavirkra efna í friðsamlegum tilgangi í aðildarríkjunum sem eru 137 talsins.

Á vettvangi stofnunarinnar fer fram margvíslegt tæknilegt og vísindalegt samstarf í þágu aukins öryggis á þessu sviði. Stofnunin sinnir þróun lagalega bindandi alþjóðasamninga um öryggi vegna friðsamlegrar nýtingu kjarnorku og geislavirkra efna auk þess að vinna að fjölþættum aðgerðum gegn smygli og þjófnaði á geislavirkum efnum og úrgangi.



Afhending trúnaðarbréfs hjá IAEA
Afhending trúnaðarbréfs hjá IAEA

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum