Hoppa yfir valmynd
23. mars 2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnar í Fellabæ

Frá opnun skrifstofunnar - mynd

Björt Ólafsdóttir,  umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði á dögunum nýja skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ á Héraði.

Í heimsókn sinni ræddi ráðherra við fulltrúa þjóðgarðsins en viðstödd opnunina voru m.a. stjórn og starfsmenn þjóðgarðsins sem og fulltrúar sveitarstjórna á svæðinu. Að opnun lokinni voru hin nýju húsakynni skoðuð.

Þriggja manna nefnd um tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO var einnig viðstödd opnun skrifstofunnar og fór nefndin yfir stöðu tilnefningarinnar með stjórn og starfsmönnum þjóðgarðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira