Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2019 Utanríkisráðuneytið

Þrjátíu þúsund flóttamenn látnir á fimm árum

Yfirlitskort um dauðsföll flótta- og farandfólks/ IOM - mynd

Rúmlega þrjátíu þúsund flóttamenn létust á árunum 2014 til 2018. Þeir ýmist hurfu eða drukknuðu, að því er fram kemur í yfirliti alþjóðlegrar stofnunar um farandfólk (IOM) sem heldur skrá utan um þá sem ekkert spyrst til. Talið er að rúmlega 19 þúsund dauðsföll eða mannshvörf megi rekja til drukknunar, ekki aðeins á Miðjarðarhafi, heldur víðar í heiminum.

Verulega skortir á opinber gögn og upplýsingar um dauðsföll þeirra sem eru á faraldsfæti. Af þeim sökum slær stofnunin varnagla og segir að í besta falli megi líta á tölurnar sem lágmarksáætlun.

Tæplega helmingur umræddra dauðsfalla varð á Miðjarðarhafi, á sjóðleiðinni milli Norður-Afríku og Ítalíu. Samkvæmt „Missing Migrants Project“ létust að minnsta kosti 17.644 í hafi á þremur hættulegustu siglingaleiðum flóttafólks á þessu á fimm ára tímabili sem yfirlitið nær til. Flótta- og farandfólk innan Afríku setur sig líka í miklu hættu ef marka má yfirlit IOM því frá 2014 eru skráð 6,529 dauðföll meðal þeirra, langflest í norðurhluta álfunnar. Líkast til eru dauðsföllin enn fleiri því ákaflega erfitt er að henda reiður á afdrif fólks í þessum heimshluta, segir í frétt frá stofnuninni.

Í Asíu eru skráð 2,900 dauðsföll flóttafólks, rúmlega tvö þúsund í sunnanverðri Asíu og rúmlega fimm hundruð í Miðausturlöndum. Þá létust tæplega þrjú þúsund í Ameríku á sama tímabili, 60% á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ennfremur eru skráð rúmlega þúsund dauðsföll í rómönsku Ameríku og Karíbahafi en óttast er að raunveruleg tala sé mun hærri vegna skorts á gögnum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira