Hoppa yfir valmynd
8. október 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur. Um er að ræða nýja reglugerð sem hefur það að markmiði að einfalda og auka skilvirkni stjórnsýslunnar og bæta aðgengi að henni.

Samkvæmt drögunum er rekstraraðilum skylt að skrá tiltekna starfsemi í miðlæga rafræna gátt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um rafræna stjórnsýslu. Gert er ráð fyrir að skráningarskyldan komi í stað þess að sækja beri um starfsleyfi fyrir starfsemi og gildi fyrir þau fyrirtæki þar sem áhætta af starfsemi er lítil.

Rekstraraðilum verður skylt að skrá starfsemi sína hjá Umhverfisstofnun áður en hún hefst. Áhersla er lögð á að afgreiðsluferli sé auðvelt og að rekstraraðili sé leiddur áfram skref fyrir skref.

Gert er ráð fyrir að Umhverfisstofnun gefi út starfsskilyrði sem gilda um reksturinn og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafi eftirlit með þeirri starfsemi sem reglugerðin mun ná til.

Óskað er eftir því að athugasemdir við reglugerðardrögin berist í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 18. október nk.

Drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur í Samráðsgátt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum