Hoppa yfir valmynd
21. júní 2019

Stefán Lárus Stefánsson afhendir forseta Níkaragva trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands

Stefán Lárus Stefánsson sendiherra - mynd

Stefán Lárus Stefánsson sendiherra afhenti á dögunum Daniel Ortega Zaveedra forseta Níkaragva trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands þar með aðsetur á Íslandi. Jarðhitasamstarf var efst á baugi í umræðum sendiherrans og forsetans, en Stefán Lárus fer með málefni jarðvarma í deild heimasendiherra í utanríkisráðuneytinu. Meðan á dvölinni í Níkaragva stóð átti Stefán Lárus fjölmarga fundi með þarlendum ráðmönnum, meðal annars utanríkisráðherra, orkumálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarherra og kvennamálaráðherra, auk forseta þingsins og borgarstjóra höfuðborgarinnar Managua. Níkaragva er eldfjallaland með miklum jarðvarmaauðlindum en samstarf Íslendinga og Níkaragva á sviði jarðvarma á sér langa sögu, nú síðast með rannsóknum ÍSOR í landinu.

  • Stefán Lárus Stefánsson sendiherra og Edward Jackson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Níkaragva  - mynd
  • Stefán Lárus Stefánsson afhendir forseta Níkaragva trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum