Hoppa yfir valmynd
31. október 2007 Innviðaráðuneytið

Fjölmenni á fundi um samgöngumál á Patreksfirði

Kristján L. Möller samgönguráðherra ræddi samgöngu- og fjarskiptamál á almennum fundi á Patreksfirði í gærkvöld. Segir hann miklar umræður hafa skapast á fundinum og menn fagnað því að flýta á framkvæmdum og jafnframt lýst óþreyju sinni eftir meira átaki á þessum sviðum.

Kristján L. Möller samgönguráðherra
Kristján L. Möller samgönguráðherra

Kringum 80 manns sóttu fundinn og rakti samgönguráðherra í upphafi ýmis atriði í vegaframkvæmdum, bættri GSM-farsímaþjónustu, háhraðatengingum og síðan sveitastjórnarmál sem flytjast eiga til samgönguráðuneytis um áramótin.

Fram kom í máli ráðherra að margt væri framundan í vegagerð á Vestfjörðum á næstu árum, bjóða ætti út Bolungarvíkurgöng næstu daga, rannsóknir og útboð vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar færu fram árið 2009 og framkvæmdir stæðu nú yfir á hluta Vestfjarðavegar milli Bjarkalundar og Vatnsfjarðar og framkvæmdir á öðrum hluta þeirrar leiðar væru í undirbúningi. Þá sagði hann mikla bót að viðbótar GSM-sendi í Flatey á Breiðafirði og greindi frá því að á næstu dögum yrði skrifað undir samninga um síðari áfanga í aukinni GSM-farsímaþjónustu á landinu sem snerist ekki síst um að bæta hana á Vestfjörðum og Norðausturlandi.

Í morgun átti samgönguráðherra síðan fund með fulltrúum sveitastjórnanna í Vesturbyggð, Tálknafirði og Reykhólum og heimsótti nokkra vinnustaði á Patreksfirði.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum