Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2003 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar 2003. Greinargerð: 20. febrúar 2003.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar 2003. (PDF 16K)


Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs í janúar 2003. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er sambærilegt við almenn sjóðstreymisyfirlit. Tölurnar eru því ekki samanburðarhæfar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni. Þar sem uppgjörið nær aðeins til eins mánaðar er samanburður við fyrra ár háður nokkurri óvissu vegna þess að greiðslur geta færst til milli mánaða og á það jafnt við um tekjur og útgjöld. Þetta getur valdið óeðlilega miklum sveiflum í einstaka liðum.

Samkvæmt þessum tölum var handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpar 300 m.kr. samanborið við 700 m.kr. jákvæða stöðu í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um tæplega 3 milljarða króna en var nánast í járnum á sama tíma í fyrra. Lakari staða nú skýrist nær alfarið af meira útstreymi af viðskiptareikningum en í fyrra.

Tekjurnar urðu 19,2 milljarðar króna og hækka um tæpar 600 m.kr. frá fyrra ári, eða um 3,1%. Skatttekjur námu 18,2 milljörðum króna og hækkuðu um 3,3% sem jafngildir um 1,9% raunhækkun. Innheimta tekjuskatta einstaklinga jókst um 13,2% frá sama tíma í fyrra en innheimta fjármagnstekjuskatts stendur nánast í stað. Innheimt tryggingagjöld lækka hins vegar um tæplega fjórðung miðað við janúar 2002. Almennir veltuskattar hækka um 8% á milli ára, eða sem nemur 6S% að raungildi. Hér skiptir í tvö horn þar sem tekjur af virðisaukaskatti dragast saman en aðrir veltuskattar aukast þar á meðal vörugjöld af ökutækjum sem skila nær fimmtungi meiri tekjum en í fyrra.

Greidd gjöld nema 19,5 milljörðum króna og hækka um 1,6 milljarða frá fyrra ári en það skýrist að mestu leyti af 1,3 milljarða króna greiðslu barnabóta. Í fyrra voru sambærilegar barnabætur greiddar í febrúarmánuði þannig að hér er um tilfærslu milli mánaða að ræða. Greiðslur til heilbrigðismála hækka um 300 m.kr. en greiðslur til atvinnumála lækka um 500 m.kr. og munar mestu um frestun greiðslna til Vegargerðarinnar. Aðrar breytingar milli ára eru minni. Greiðslur eru í heild 90 m.kr. umfram áætlun mánaðarins.

Lántökur innanlands námu tæpum 6 milljörðum króna en afborganir voru rúmar 300 m.kr. Þá voru greiddar 625 m.kr. til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 2 milljarða króna samanborið við 3,1 milljarð í janúar 2002.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar
(Í milljónum króna)
1999
2000
2001
2002
2003
    Innheimtar tekjur.............................................
13.737
17.398
17.579
18.622
19.202
    - Sala eigna…………………………………..
0
0
0
0
0
    Greidd gjöld....................................................
11.225
12.651
15.748
17.874
19.485
    Handbært fé frá rekstri................................
2.512
4.747
1.831
747
-283
    Fjármunahreyfingar.....................................
-1.699
4.239
-1.693
-922
-2.715
    Hreinn lánsfjárjöfnuður...............................
813
8.986
138
-175
-2.998
    Afborganir lána............................................
-502
-158
-447
-389
-324
    Innanlands..................................................
-188
-158
-447
-389
-324
    Erlendis.......................................................
-314
0
0
0
0
    Greiðslur til LSR og LH...............................
0
-500
-1.250
-750
-625
    Lánsfjárjöfnuður. brúttó.............................
311
8.828
-1.559
-1.314
-3.947
    Lántökur.......................................................
-2.063
3.030
3.369
4.400
5.964
    Innanlands..................................................
-2.088
2.984
3.368
4.418
5.964
    Erlendis......................................................
25
46
1
-18
0
    Greiðsluafkoma ríkissjóðs..........................
-1.752
11.858
1.810
3.086
2.017

Tekjur ríkissjóðs janúar
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2001
2002
2003
2000
2001
2002
2003
Skatttekjur í heild...............................
16.638
17.628
18.215
27,2
-0,8
6,0
3,3
Skattar á tekjur og hagnað.............
8.830
10.642
11.230
49,0
9,2
20,5
5,5
Tekjuskattur einstaklinga...............
4.575
5.369
6.077
13,7
3,3
17,4
13,2
Tekjuskattur lögaðila.....................
510
119
-19
67,9
94,7
-76,7
-116,0
Skattur á fjármagnstekjur..............
3.745
5.154
5.172
146,7
10,3
37,6
0,3
Tryggingagjöld................................
1.790
1.832
1.411
9,4
-0,3
2,3
-23,0
Eignarskattar...................................
601
376
436
37,9
11,7
-37,4
16,0
Skattar á vöru og þjónustu.............
5.375
4.739
5.119
11,0
-14,8
-11,8
8,0
Virðisaukaskattur..........................
3.152
2.651
2.490
6,0
-1,7
-15,9
-6,1
Aðrir óbeinir skattar.........................
2.224
2.086
2.628
16,4
-28,3
-6,2
26,0
Þar af:
Vörugjöld af ökutækjum..............
248
169
201
-6,3
-33,0
-31,9
18,9
Vörugjöld af bensíni.....................
550
551
510
3,1
-3,3
0,2
-7,4
Þungaskattur.............................
259
194
247
13,6
-46,6
-25,1
27,3
Áfengisgjald og hagn. ÁTVR........
391
406
819
51,5
-47,0
3,8
101,7
Annað............................................
776
766
851
17,1
-17,4
-1,3
11,1
Aðrir skattar......................................
42
36
19
17,6
35,0
-14,3
-47,2
Aðrar tekjur.........................................
941
995
986
12,5
49,0
5,7
-0,9
Tekjur alls...........................................
17.579
18.622
19.202
26,7
1,0
5,9
3,1


Gjöld ríkissjóðs janúar
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2001
2002
2003
2000
2001
2002
2003
Almenn mál........................................
1.458
1.827
1.734
38,8
-7,5
25,3
-5,1
Almenn opinber mál.........................
965
1.264
1.091
42,7
-5,3
31,0
-13,7
Löggæsla og öryggismál..................
494
563
642
31,9
-11,5
14,0
14,0
Félagsmál..........................................
8.608
10.295
12.491
3,3
21,3
19,6
21,3
Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....
2.404
2.870
2.967
-12,2
47,4
19,4
3,4
Heilbrigðismál..........................
3.315
4.006
4.355
10,0
11,0
20,8
8,7
Almannatryggingamál..............
2.513
2.806
4.615
5,2
16,3
11,7
64,5
Atvinnumál........................................
2.879
2.694
2.204
8,4
56,6
-6,4
-18,2
Þar af: Landbúnaðarmál.....................
1.410
991
808
13,6
85,3
-29,7
-18,5
Samgöngumál..........................
735
1.028
842
-3,5
5,9
39,9
-18,1
Vaxtagreiðslur...................................
1.755
1.849
1.679
81,1
26,2
5,4
-9,2
Aðrar greiðslur..................................
1.047
1.209
1.378
-1,2
40,3
15,5
14,0
Greiðslur alls.....................................
15.748
17.874
19.485
12,7
24,5
13,5
9,0



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum