Hoppa yfir valmynd
13. desember 2022 Utanríkisráðuneytið

Fjölbrautarskóli Suðurlands sautjándi UNESCO skólinn

Ljósmynd: Félag Sameinuðu þjóðanna. - mynd

Fjölbrautaskóli Suðurlands, FSU, er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru því UNESCO-skólar á Íslandi orðnir sautján talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og tíu framhaldsskólar. FSU hefur verið með sérstaka áfanga í boði um heimsmarkmiðin sem allir nýnemar skólans verða að taka. Á haustönn er áfangi um félagslegu heimsmarkmiðin og á vorönn áfangi um umhverfismál.

Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla hélt fyrirlestur um heimsmarkmiðin fyrir nemendur skólans ásamt því að funda með stjórnendum og starfsfólki skólans um UNESCO-skóla. Í kjölfarið var ákveðið að sækja um UNESCO aðild.

UNESCO –skólar er eitt elsta skólanet í heimi, starfrækt frá árinu 1953. Skólarnir eru nú um 12.000 talsins og starfa í yfir 180 löndum um allan heim. UNESCO-skólar leggja áherslu á heimsmarkmiðin, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, alþjóðasamvinnu og frið og mannréttindi.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum