Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Eigandastefna vegna jarða, landa, lóða og auðlinda í ríkiseigu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur samþykkt nýja eigandastefnu fyrir jarðir, land, lóðir og auðlindir í ríkiseigu sem kynnt var á fundi ríkisstjórnar fyrr í dag. Ekki hefur áður verið í gildi eigandastefna fyrir þennan málaflokk.

Í samræmi við lög um opinber fjármál fer fjármála- og efnahagsráðuneytið með fyrirsvar flestra eigna í eigu ríkissjóðs, þ.m.t. eignarhlut ríkisins í fasteignum, jörðum, auðlindum og öðrum fasteignatengdum réttindum. Meginmarkmið í eignaumsýslu ríkisins undanfarin ár hefur verið að stuðla að skýrri, skilvirkri og hagkvæmri meðferð á ríkiseignum hvort sem um er að ræða fasteignir, jarðir eða auðlindir í eigu ríkisins, ásamt því að bæta yfirsýn og fjárhagslegt gagnsæi við meðferð allra eigna.

Með nýrri eigandastefnu eru meginmarkmið ríkisins með eignarhaldinu nánar útfærð til að stuðla betur að markmiðum um faglega umsýslu jarða, lands og auðlinda í eigu ríkisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum