Hoppa yfir valmynd
7. september 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Tilkynning um breytt verklag

Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafa ákveðið í samráði við ráðuneyti dómsmála og félagsmála að breyta verklagi við afgreiðslu umsókna frá ríkisborgurum hinna átta nýju aðildarríkja EES-samningsins. Í þessu felst að afgreiðsla umsóknanna mun taka mun skemmri tíma en áður. Þannig er áréttaður forgangur ríkisborgara þessara landa að íslenskum vinnumarkaði umfram ríkisborgara landa utan EES-svæðisins. Með þessari ráðstöfun er einnig á skemmri tíma en áður unnt að koma til móts við óskir atvinnulífsins um leyfi til að ráða erlent vinnuafl.

Nánar á vefsíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytis:

Tilkynning um breytt verklag



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum