Hoppa yfir valmynd
29. mars 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra á ráðstefnu um Líbíu

5570825713_07da436ed1_b
5570825713_07da436ed1_b

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um 50 ríkja og ríkjabandalaga um Líbíu sem haldin var í London. Breska ríkisstjórnin boðaði til ráðstefnunnar en hana sátu meðal annars Ban-Ki Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna og forystumenn Arababandalagsins, Evrópusambandsins, Bandalags íslamskra ríkja og Atlantshafsbandalagsins ásamt utanríkisráðherrum allflestra Evrópuríkja, Bandaríkjanna, Kanada og fjölmargra Arabaríkja.

Mikil eindrægni var meðal þátttakenda um nauðsyn þess að styðja líbísku þjóðina í að koma á friði og stöðva hernað Gaddafís einræðisherra gegn þegnum landsins.

Í meginatriðum var samþykkt að grípa til þríþættra aðgerða: að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um loftferðabann, viðskipta- og vopnasölubann og vernd óbreyttra borgara; í öðru lagi að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð og í þriðja lagi að styðja líbísku þjóðina við uppbyggingu innviða til að byggja sér sína eigin framtíð með lýðræðislegum stjórnarháttum.

Sameinuðu þjóðirnar munu senda sérstakan fulltrúa sinn til Líbíu strax að fundi loknum til Líbíu til að vinna að þessum aðgerðum. Einnig var samþykkt að stofna sérstakan hóp sem ynni áfram að þessum aðgerðum fyrir hönd þátttakenda á þessari ráðstefnu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum