Hoppa yfir valmynd
16. desember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Samkomulag um uppsafnaðan halla Landspítala

Landspítali - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Heilbrigðisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa gert með sér samkomulag um fjármál Landspítala sem miða að því að Landspítali þurfi ekki að vinna á uppsöfnuðum rekstrarhalla á árunum 2021–2023. Skilyrði fyrir þessu er að spítalinn leggi fram áætlanir sem tryggi að rekstrinum verði hagað í samræmi við fjárveitingar hvers árs. Gert er ráð fyrir fjárheimildum í fjármálaáætlun 2022–2026 til uppgjörs á halla Landspítala gangi eftir forsendur um hallalausan rekstur árin 2020–2023.

Meginmarkmið samkomulagsins er annars vegar að rekstur spítalans verði innan fjárveitinga. Hins vegar að hann starfi samræmi við heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Þar með að auka aðgengi að þjónustu á réttum stað og réttum tíma, stytta biðtíma sjúklinga, efla mönnun í heilbrigðisþjónustu og stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna sem tryggir jafnt öryggi sem gæði í þjónustunni. Stefnt er að því að ljúka aðgerðaáætlun þessa efnis fyrir lok þessarar viku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum