Hoppa yfir valmynd
8. október 2013 Innviðaráðuneytið

Uppgjör framlaga vegna almennra húsaleigubóta 2012

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um uppgjör framlaga vegna almennra húsaleigubóta á árinu 2012. Heildargreiðslur sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum  námu  3.568,0 milljónum króna á árinu.

Að teknu tilliti til uppgjörs á ráðstöfunarfjármagni sjóðsins til greiðslu framlaga vegna bótanna á árinu 2012 hefur greiðsluhlutfall sjóðsins verið hækkað úr 54,0% í 56,12%.  Um er að ræða hækkun að fjárhæð 75,6  milljónir króna sem kemur til greiðslu á morgun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum