Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Uppgjör ríkissjóðs á fyrri hluta árs 2017

Uppgjör ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins 2017 liggur nú fyrir.

  • Tekjur tímabilsins án fjármunatekna námu 358,7 ma.kr. sem er 3,5 ma.kr. undir áætlun.
  • Tekjuskattur einstaklinga var 8,7 ma.kr undir áætlun sem skýrist af um 10 ma.kr. endurgreiðslu vegna uppgjörs ársins 2016 sem var í júní en áætlun gerði ráð fyrir að yrði í júlí.
  • Tekjur stofnana eru um 6 ma.kr. yfir áætlun sem skýrist af tæknilegum þáttum og af innbyrðis færslum sem ekki er lokið við að leiðrétta fyrir.
  • Fjárheimildir frá fyrra ári nema samtals 19,6 ma.kr. og eru til bráðabirða inni í fjárheimildum. Endanlegur flutningur fjárheimilda milli ára bíður staðfestingar Alþingis í lokafjárlögum ársins 2016 sem lagt verður fyrir Alþingi á haustþingi 2017.
  • Gjöld tímabilsins eru 340 ma.kr. eða 14,7 ma.kr. undir áætlun. Ef tekið er tillit til fjárheimildastöðu frá fyrra ári eru gjöldin um 5 ma.kr. yfir áætlun.
  • Tekjur umfram gjöld eru 18,7 ma.kr. eða 11,1 ma.kr. yfir áætlun. Ef tekið er tillit til tilfærslu á milli mánaða á endurgreiðslu tekjuskatts og fjárheimildastöðu fyrra árs væru tekjur umfram gjöld um 1,5 ma.kr yfir áætlun.
  • Fjármagnsjöfnuður tímabilsins nemur 14,7 ma.kr. sem er 7,3 ma.kr. yfir áætlun tímabilsins.
  • Fjármagnstekjur nema 28,7 ma.kr. eða 4,4 ma.kr. yfir áætlun sem skýrist aðallega af arðgreiðslum af eign ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka.
  • Fjármagnsgjöld nema 43,4 ma.kr. og eru 11,7 ma.kr. yfir áætlun sem skýrist að mestu af uppkaupum á erlendri skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs sem nam 10,9 ma.kr. á þessu ári.
  • Tekjujöfnuður tímabilsins er 4 ma.kr. sem er 3,8 ma.kr umfram áætlun tímabilsins. Ef tekið er tillit til frávika á endurgreiðslu tekjuskatts, fjárheimildastöðu fyrra árs og vaxtagjalda við uppgreiðslu á erlendu skuldabréfi þá er tekjujöfnuður 5,1 ma.kr umfram áætlun tímabilsins.
  • Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 8,4 ma.kr., afborganir lána námu 192 ma.kr.og lækkar handbært fé um 147,4 ma.kr.
  • Útgjöld málefnasviða að frádregnum rekstrartekjum námu 355,6 ma.kr. og voru 9 ma.kr. lægri en áætlað var ef tekið er tillit til höfuðstóls fyrra árs. Útgjöldin voru 10,7 ma.kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir innan fjárheimilda ársins.

Megin frávik eru á eftirfarandi málefnasviðum:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum