Hoppa yfir valmynd
16. júní 2016 Dómsmálaráðuneytið

235 umsóknir um vernd frá áramótum – 56 í maí

Fram kemur í frétt Útlendingastofnunar að í maí síðastliðnum hafi 56 einstaklingar frá 17 löndum sótt um vernd hérlendis. Heildarfjöldi umsækjenda á fyrstu fimm mánuðum ársins er þar með orðinn 235 en á sama tímabili í fyrra sóttu 64 um vernd.

Flestir umsækjendur í maí komu frá Albaníu og Makedóníu en alls voru 60% umsækjenda frá Balkanlöndunum. Karlar voru 66% umsækjenda og fullorðnir einstaklingar 77%. Nánari upplýsingar um þjóðerni, aldur og kyn umsækjenda um vernd má sjá á tölfræðisíðu Útlendingastofnunar, sbr. tengla hér að neðan.

75 mál voru leidd til lykta í maí. Tekin voru til efnislegrar meðferðar 44 mál, 18 voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og fjórir umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar. Þá drógu níu umsækjendur umsóknir sínar til baka.

Af þeim 44 málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk níu málum með ákvörðun um veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum, en 35 lauk með synjun. 14 efnismál voru afgreidd á grundvelli forgangsmeðferðar í maí.

Þann 31. maí síðastliðinn voru 153 umsóknir um vernd í vinnslu hjá Útlendingastofnun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum