Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2018 Utanríkisráðuneytið

Rúmlega 140 milljónir króna til Sýrlands og nágrannaríkja

Ljósmynd: Rauði krossinn. - mynd

Það sem af er ári hefur Rauði krossinn á Íslandi sent samtals 142,6 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi og annarra ríkja sem tengjast átökunum í Sýrlandi með beinum og óbeinum hætti.

  • 20 milljónir króna hafa farið almennt til mannúðaraðstoðar Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans (ICRC) í Sýrlandi, með sérstaka áherslu á að aðstoð og vernd fyrir almenna borgara.
  • Í lok janúar voru 20 milljónir króna sendar sem sérstaklega voru eyrnamerktar baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi, en mikil hætta er á slíku á átakasvæðum.
  • 20,5 milljónir króna fóru til blóðbanka líbanska Rauða krossins sem tryggir örugga blóðgjöf handa sýrlensku flóttafólki sem og berskjölduðu fólki í Líbanon. Þá fóru 32.5 milljónir króna til fjárhagsaðstoðar til einstæðra mæðra (aðallega flóttafólks) í Líbanon.
  • 31 milljón króna hafa farið til Rauða hálfmánans í Jórdaníu til barnaverndar og ofbeldisforvarna meðal sýrlenskra flóttamanna og viðtökusamfélaga í Jórdaníu.
  • 18,6 milljónir króna hafa þá farið til Rauða hálfmánans í Tyrklandi til verndar flóttafólki frá Sýrlandi í Tyrklandi.

Alþjóðleg hjálparsamtök hafa átt í erfiðleikum með aðgang að átakasvæðum líkt og í Sýrlandi, en hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans nýtur jafnan sérstöðu hvað varðar aðgang að svæðum, enda hreyfingin hlutlaus og óhlutdræg og vinnur með öllum aðilum að því að veita nauðsynlega hjálp.

Ljóst er að almennir borgarar í Sýrlandi þurfa enn á umfangsmikilli utanaðkomandi aðstoð að halda og hafa nýlegar fregnir af eiturvopnahernaði gegn óbreyttum borgurum valdið óhug. Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi ítrekar að samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er notkun efnavopna bönnuð, hvar og hvenær sem er og telst notkun þeirra stríðsglæður samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.

„Rauði krossinn á Íslandi þakkar með stolti þeim sem hafa lagt félaginu lið í að lina og koma í veg fyrir þjáningar almennra borgara í Sýrlandi og nágrannaríkjum Sýrlands, en ljóst er að þörfin er gríðarleg fyrir aðstoð á svæðinu og verður um ókomin ár, bæði vegna átaka en einnig uppbyggingar“ segir Atli Viðar.

Almenningur getur stutt við starf Rauða krossins í Sýrlandi með því að senda SMS-ið HJALP í 1900 og 2.900 krónur dragast af símreikningi.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira