Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2019 Utanríkisráðuneytið

Fjölsótt ráðstefna um Brexit

Fjöldi erlendra fræðimanna tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Brexit sem var haldin hér á landi í gær, 29. ágúst. Rætt var um þróun mála sérstaklega þegar kemur að framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins og hvernig ríki eins og Ísland passa inn í þá mynd.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hélt opnunarræðu á ráðstefnunni þar sem hann hvatti til þess að farsæl niðurstaða næðist í viðræðum Bretlands og ESB. „Við ættum að geta fundið leið til þess að ríki í Evrópu geti starfað náið saman og stundað frjáls viðskipti sín á milli jafnvel þó þau kjósi ekki öll að vera aðilar að ESB. Til þess þurfa allir sem koma að verkefninu að hafa opinn hug og horfa á stóru myndina og þá miklu hagsmuni sem eru í húfi,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni.

Ráðstefnan var skipulögð í samstarfi utanríkisráðuneytis og Alþjóðamálastofnunnar og er fjármögnuð með Jean Monnet styrk sem stofnunin hlaut í tengslum við þátttöku Íslands í ERASMUS+ áætluninni. Verkefnið heitir „Post-Brexit Europe: Lessons from the European Economic Area“ og hafa ráðstefnur þegar verið haldnar í Ósló og Vaduz en þetta var lokaráðstefna verkefnisins.

Föstudaginn 30. ágúst stóð utanríkisráðuneytið fyrir hringborðsfundi þar sem lykilaðilum úr stjórnmálum og atvinnulífinu gafst kostur á að ræða opinskátt við erlendu sérfræðingana sem voru staddir á Íslandi vegna ráðstefunnar um hugsanleg áhrif og afleiðingar Brexit. Þetta er liður í þeim undirbúningi sem utanríkisráðuneytið stendur fyrir til að tryggja hagsmuni Íslands þegar Bretland gengur úr ESB og um leið úr Evrópska efnahagssvæðinu.
  • Fjölsótt ráðstefna um Brexit - mynd úr myndasafni númer 1
  • Fjölsótt ráðstefna um Brexit - mynd úr myndasafni númer 2
  • Fjölsótt ráðstefna um Brexit - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum