Hoppa yfir valmynd
16. maí 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Jafnrétti kynjanna

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur endurskipað kærunefnd jafnréttismála og Jafnréttisráð í samræmi við ný lög um jafna stöðu og rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, sem tóku gildi 6. mars síðastliðinn.

Í bráðbirgðaákvæði með nýju lögunum er kveðið á um að ráðherra skuli skipa nýtt Jafnréttisráð og nýja kærunefnd jafnréttismála og hefur það nú verið gert. Formaður Jafnréttisráðs er Hildur Jónsdóttir og formaður kærunefndar jafnréttismála er Andri Árnason hrl.

Jafnréttisráð

Hlutverk Jafnréttisráðs er svo skilgreint í lögum: Jafnréttisráð skal starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera félags- og tryggingamálaráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Jafnréttisráð skal undirbúa jafnréttisþing í samráði við félags- og tryggingamálaráðherra, sbr. 10. gr., og leggja fyrir það skýrslu um störf sín.

Eftirtaldir eiga sæti í jafnréttisráði:

 

Skipuð án tilnefningar af félags- og tryggingamálaráðherra

Formaður: Hildur Jónsdóttir

Varaformaður: Mörður Árnason

 

Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja

Aðalmenn: Maríanna Traustadóttir og Halldóra Friðjónsdóttir

Varamenn: Ísleifur Tómasson og Árni Stefán Jónsson

 

Fjármálaráðuneytið og Samtök atvinnulífisins

Aðalmenn: Hörður Vilberg og Björn Rögnvaldsson

Varamenn: Guðrún Björk Bjarnadóttir og Ágústa Hlín Gústafsdóttir

 

Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands

Aðalmenn: Una María Óskarsdóttir og Þorbjörg Inga Jónsdóttir

Varamaður: Silja Bára Ómarsdóttir

 

Samtök um kvennaathvarf og Stígamót

Aðalmaður: Guðrún Jónsdóttir

Varamaður: Sigþrúður Guðmundsdóttir

 

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum

Aðalmaður: Arnar Gíslason

Varamaður: Irma Erlingsdóttir

 

Félag um foreldrajafnrétti

Aðalmaður: Lúðvík Börkur Jónsson

Varamaður: Stefán Guðmundsson

  

Samband íslenskra sveitarfélaga

Aðalmaður: Svandís Svavarsdóttir

Varamaður: Eiríkur Björgvinsson

 

Kærunefnd jafnréttismála

Verkefni kærunefndar jafnréttismála samkvæmt lögum er að taka erindi til meðferðar og kveða upp skriflegan úrskurð um hvort ákvæði jafnréttislaga hafi verið brotin. Niðurstöður kærunefndar sæta ekki kæru til æðra stjórnvalds.

Eftirtaldir eiga sæti í kærunefnd jafnréttismála:

  • Andri Árnason hæstaréttarlögmaður, formaður,
  • Ingibjörg Rafnar hæstaréttarlögmaður, varaformaður nefndarinnar, og
  • Þórey S. Þórðardóttir héraðsdómslögmaður.

 

Varamenn:

  • Björn L. Bergsson hæstaréttarlögmaður,
  • Erla S. Árnadóttir hæstaréttarlögmaður og
  • Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum