Hoppa yfir valmynd
13. október 2009 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Sjö starfshópar til ráðgjafar

Sjö starfshópar hafa verið skipaðir til að vera samgönguráði til ráðuneytis um einstaka málaflokka við undirbúning samgönguáætlunar
Sjö starfshópar hafa verið skipaðir til að vera samgönguráði til ráðuneytis um einstaka málaflokka við undirbúning samgönguáætlunar.

Hóparnir skulu fjalla um samþættingu áætlana, forgangsröðun framkvæmda, umhverfismál, almenningssamgöngur, endurskoðun öryggisáætlana, heimasíðu og áhrif EB umsóknar á samgöngumál.

Hverjum starfshópi hefur verið sett erindisbréf og hafa allir hóparnir þegar haldið nokkra fundi. Greint verður frá helstu áföngum í starfi hópanna eftir því sem þeim lýkur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira