Hoppa yfir valmynd
1. desember 2003 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Íran

Nr. 140

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund í Teheran með Kamal Kharrazi, utanríkisráðherra Íran. Ráðherrarnir ræddu tvíhliðasamskipti ríkjanna, mannréttindamál, einkum hvað varðar stöðu kvenna, afvopnunarmál, ástandið í Írak og Afganistan og deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Utanríkisráðherra gerði meðal annars grein fyrir ástæðu þess að íslensk stjórnvöld studdu ályktunartillögu um ástand mannréttinda í Íran á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Þá átti utanríkisráðherra fund með Habibollah Bitaraf, orkumálaráðherra, og ræddu þeir hugsanlegt samstarf ríkjanna hvað varðar nýtingu jarðhita.

Í för með utanríkisráðherra er viðskiptanefnd skipuð fulltrúum tíu íslenskra fyrirtækja sem hyggjast kanna viðskiptatækifæri í Íran.

Á morgun, þriðjudag 2. desember, heldur opinber heimsókn utanríkisráðherra áfram, þar sem hann mun eiga fundi með Mohammad Khatami, forseta og Mohammad Hojjati, sjávarútvegsráðherra Íran.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 1. desember 2003




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum