Hoppa yfir valmynd
30. september 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns og endurskoðun friðlýsingar Skógafoss og nágrennis

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns í Garðabæ sem fólkvangs. Áformin eru kynnt í samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Unnið er að deiliskipulagi svæðisins, en friðlýsingin er hluti af átaki í friðlýsingum sem ráðuneytið og Umhverfisstofnun standa að.

Urriðakotshraun er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum og er þar nokkuð um hraunhella. Svæðið býr yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og í því felast miklir möguleikar til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu.

Einnig kynnir Umhverfisstofnun áform um endurskoðun friðlýsingar Skógafoss og nágrennis. Um er að ræða breytingar á mörkum náttúruvættisins ásamt endurskoðun á friðlýsingarskilmálum.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstakar náttúruminjar, Skógafoss og ásýnd hans, vistgerðir og líffræðilega fjölbreytni, sem og ánna sjálfa og fossaröð hennar. 

Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferðarreglu náttúruverndarlaga.

Áform um friðlýsingu Urriðahrauns í Garðabæ og endurskoðun friðlýsingar Skógafoss og nágrennis  á vef Umhverfisstofnunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira