Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2010 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Kína

Kristín Aðalbjörg Árnadóttir sendiherra, afhenti í dag Hu Jintao forseta Kína, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kína. Að afhendingu lokinni fundaði sendiherra með forsetanum og háttsettum embættismönnum.

Rædd voru samskipti ríkjanna á sviði viðskipta og menningar sem vaxið hafa jafnt og þétt síðustu ár. Sérstaklega var vikið að samstarfi ríkjanna á sviði jarðvarma og heimssýningunni í Sjanghæ sem haldin verður á þessu ári. Búist er við rúmlega 70 milljónum gesta á sýninguna.

Sendiherra gerði stuttlega grein fyrir stöðu efnahagsmála á Íslandi í kjölfar bankahrunsins, og framgangi efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kínaforseti kvaðst fylgjast vel með þróun mála á Íslandi og sagðist þess fullviss að stjórnvöldum myndi takast að ráða fram úr þeim vanda sem við væri að etja.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum