Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið býður aðstoð við að flytja erlenda ríkisborgara frá Haítí

Utanríkisráðuneytið hefur boðið fram aðstoð við að flytja erlenda ríkisborgara frá Haítí með flugvélinni sem flytur íslensku alþjóðabjörgunarsveitina til hamfarasvæðanna þar. Nú þegar hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Danmörku þegið boðið, en frestur til að tilkynna um farþega rennur út kl. 21:00 í kvöld.

Íslensk stjórnvöld tóku á leigu farþegaflugvél frá Icelandair til að flytja 37 björgunarsveitarmenn og búnað til Haítí. Hafa stjórnvöld boðið sæti í vélinni á heimleið til allra ríkja sem sendiráð eiga á Íslandi og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandisns. Millilent verður í Nassau á Bahama-eyjum til að taka eldsneyti áður en flogið verður til Íslands.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum