Föstudagspóstur 20. júní 2025
Heil og sæl!
Við hefjum yfirferðina á móttöku Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra á erlendum sendiherrum gagnvart Íslandi í ráðuneytinu á þjóðhátíðardeginum. Um var að ræða fyrstu þjóðhátíðardagsmóttöku Þorgerðar eftir að hún tók við embætti utanríkisráðherra.
Þorgerður tók á móti og fundaði með varnarmálaráðherra Tékklands, Jana Černochová, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tilefni heimsóknarinnar var sú að nú sinnir flugsveit tékknaeska flughersins loftrýmisgæslu hér á landi.
Þá birti Þorgerður svipmyndir frá ferð sinni til Akureyrar 28. maí sl. þar sem hún flutti ávarp á Varðbergsfundi um málefni Norðurslóða.
Ísland og Frakkland undirrituðu viljayfirlýsingu um að efla enn frekar tvíhliða varnarsamstarf ríkjanna í húsakynnum utanríkisráðuneytisins í Austurhöfn og fengu fulltrúar franskra stjórnvalda kynningu á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. Jónas G. Allansson skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd Íslands.
Utanríkisráðuneytið fékk heimsókn frá Háskóla unga fólksins og heilsuðu Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri, og Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður ráðherra, upp á krakkana. Krakkarnir fengu innsýn í hvernig Ísland vinnur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í gegnum utanríkisstefnu, þróunarsamvinnu, mannréttindamál og samstarf við Sameinuðu þjóðirnar.
Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti ávarp fyrir hönd Íslands á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Ávarpið var til stuðnings ályktunar Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza.
#Iceland was early co-sponsor of the resolution on the #humanitarian situation in #Gaza presented by @SpainUN at the #UNGA Emergency Special Session last week.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 17, 2025
Full statement here: https://t.co/aUIcFXOKP8 pic.twitter.com/MyZHQuoBCF
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar lögðu land undir fót á dögunum. Inga Sæland sótti árlegan fund Sameinuðu þjóðanna um samning þeirra um réttindi fatlaðs fólks og hélt tilfinningaþrungið ávarp á fundinum.
Proud of our Minister of Social Affairs and Housing, Inga Sæland, who gave a passionate, personal speech at the 🇺🇳 #CRPD #COSP18.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 10, 2025
"Proud. Disabled. And endlessly grateful. Nothing About Us Without Us"
📽 & 📃https://t.co/RBOAvcMXqr pic.twitter.com/GJtbjLGrDN
Sendiráðið í Brussel fékk heimsókn frá Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og kynntu starfsemi sendiráðsins.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fundaði með kollegum sínum á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna í Helsinki og heimsótti fastanefnd Íslands í Genf og flutti ávarp fyrir mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og lofrlagsráðherra, sótti þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNOC) í Nice. Jóhann flutti opnunarávarp þar sem hann lagði áherslu á víðtækari vistkerfisnálgun til viðbótar við sjálfbæra fiskveiðistjórnun.
Í París tók Kristín Scheving á móti átta listaverkum 12. júní sl. fyrir hönd Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Verkin voru gjöf franska listamannsins Bernard Alligand sem hefur sótt sér innblástur frá íslenskri náttúru.
Sendiráðið í Peking tók á móti nokkrum fyrrverandi nemendum GRÓ til a ræða tillögur þekkingarmiðstöðvarinnar um víðtækara netverk fyrrverandi nemenda GRÓ skólanna í Kína. Sjá nánar
Jafnréttismálin hafa verið ofarlega á dagskrá sendiráðsins í Peking, enda minnumst við þess í ár að 30 ár eru liðin frá Kvennaráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Peking 1995. Tvær fjölsóttar ráðstefnur hafaf verið haldanar í sendiráðinu, en jafnframt tók Inga Dóra Pétursdóttir, staðgengill sendiherra í pallborðsumræðum sem haldnar vour af sendiráði Kenya og UN Women í húsakynnum skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Peking. Sjá nánar
Sendiráðið í Peking stóð ásamt ræðismanni Íslands í Mongólíu fyrir Íslandsdegi í Ulaanbaatar. Inga Dóra Pétursdóttir, staðgengill sendiherra og Bold Magvan ræðismaður opnuðu viðburðinn, en þeir Ásmundur Einar Daðason og Teitur Erlingsson héldu erindi um sjálfbæran landbúnað og beitarstjórnun. Fyrr um daginn ávarpaði Inga Dóra hóp fyrrverandi nemenda GRÓ og kynnti tillögur þekkingarmiðstöðvarinnar um víðtækara netverk fyrrverandi nemenda GRÓ skólanna . Sjá nánar
Þá birti sendiráðið okkar í Tókýó færslu um vel heppnaða heimsókn forseta Íslands þar sem hún hitti m.a. Naruhito, keisara Japans, og forsætisráðherrann Shigeru Ishiba.
Starfsfólk sendiráðsins í Tókýó tók einnig þátt í gleðigöngu ásamt fjölda annarra sendiráða.
Það voru fleiri fulltrúar Íslands sem tóku þátt í gleðigöngum en starfsfólk sendiráðsins í Washington hélt upp á World Pride hátíðina og sendiherra Íslands í Finlandi, Harald Aspelund, tók þátt í gleðigöngunni í Vilníus ásamt öðrum sendiráðum Norðurlandanna.
Harald Aspelund sótti einnig móttöku utanríkisráðherra Eistlands, Margus Tsahkna, fyrir sendiherra með aðsetur utan Eistlands.
Þá var opnuð sýningin Born to Sparkle í Gallerie Käytävä í sendiherrabústaðnum í Helsinki með verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur en sýningarstjór er Dr. Ásthildar Jónsdóttur.
Sendiráð Íslands í Helsinki hélt einnig upp á viðburðinn Takk Ísland í Vilníus föstudaginn 13. júní. Viðburðurinn er haldinn ár hvert til að þakka Íslandi fyrir að hafa verið fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Litháens árið 1991.
Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn fékk karlakórinn Fóstbræður í heimsókn og héldu þeir þrjá tónleika þ. á m. á Þjóðhátíðarfögnuði Íslendingafélagsins þann 14. júní sem og á þjóðhátíðardaginn. Hér má svo sjá myndir frá Þjóðhátíðarfögnuðu Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn sem haldin var á Amagerströnd.
Síðasti dagur sýningarinnar The Icelandic Warehouse var í dag en í gær hélt sendiráðið morgunviðburð um íslenska hönnun og sjálfbærni á Norðurlöndunum.
Sendiráð Íslands í Lilongwe fundaði með innviða-. samstöðu- og menningaráðuneyti Malaví um frekara þróunarstarf Íslands í Malaví.
Með stuðningi íslenskra stjórnvalda þá var skólamáltíðaverkefninu Home-Grown School Meals formlega hleypt af stokkunum í Malaví og munu 10.000 nemendur fá næringaríkar máltíðir næstu þrjú árin.
Jónas Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, heimsótti London og fundaði með yfirmönnum herafla JEF-ríkjanna og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands.
Jónas Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, fundaði með yfirmönnum herafla JEF-ríkjanna í London í liðinni...
Posted by Embassy of Iceland in London on Monday, June 16, 2025
Þá var haldið útgáfuhóf nýrrar enskrar þýðingar á ljóðabók Ferdinands Jónssonar, Innsævi, í sendiráðinu.
Í Kanada sótti Per Unheim, stjórnmála- og viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Ottowa, H20 Home to Overseas ráðstefnuna um haf- og sjávartækni í Halifax og hélt kynningu á íslenska sjávartæknigeiranum.
Sendiherra Íslands í Osló, Högni Kristjánsson, heimsótti Hæstarétt Noregs ásamt staðgengli sínum, Þorvaldi H. Yngvasyni en forseti réttarins tók á móti þeim og kynnti starfsemi réttarins fyrir þeim.
Friðrik Jónsson, sendherra Íslands í Varsjá, heimsótti leikskóla í Kielce til að kynna íslenska menningu. Lesnar voru íslenskar þjóðsögur fyrir börnin, fyrst á íslensku og svo á pólsku. Friðrik heimsótti einnig útvarpsstöð í bænum og ræddi um Ísland.
Við ljúkum svo þessari tveggja vikna yfirferð með svipmyndum frá þjóðhátíðarfögnuðum sendiráða okkar.
Góða helgi!
Upplýsingadeild.