Hoppa yfir valmynd
30. júní 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra fundar með forystufólki úr BHM

Rekstur heilbrigðiskerfisins og stefnumörkun næstu ára var rædd á fundi sem á þriðja tug forystufólks aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) átti í gær með Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra. 

Á fundinn, sem BHM hafði óskað eftir, mættu hátt í þrjátíu fulltrúar fjölda aðildarfélaga innan bandalagsins. Ráðherra rakti á fundinum m.a. áherslur í heilbrigðiskerfinu og hvernig efnahagsþrengingar og niðurskurður hafi áhrif á það. 


Að erindi loknu svaraði ráðherra spurningum fundarmanna, sem voru af ýmsum toga. M.a. var spurt um sumarlokanir heilbrigðisstofnana, stefnumótun í grunnrannsóknum, forgangsröðun á niðurskurðartímum og sameiningu ráðuneyta.

Fundur heilbrigðisráðherra og forystufólks í BHM

Fundur heilbrigðisráðherra og forystufólks í BHM

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum