Hoppa yfir valmynd
29. maí 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar-apríl 2013

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2013 liggur nú fyrir. Staða handbærs fjár frá rekstri batnaði miðað við sama tímabil 2012 og var neikvætt um 4,3 ma.kr. en var neikvætt um 6,1 ma.kr. 2012.

Tekjur hækkuðu um 7,1 ma.kr. milli ára en gjöld jukust um 5,6 ma.kr. Þessi útkoma er betri en áætlað var þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé yrði neikvætt um 6,3 ma.kr. sem skýrist að mestu með því að dreifing útgjalda innan ársins reyndist önnur en gert hafði verið ráð fyrir.

Tekjur ársins á áætlun og frávik að mestu gengið til baka

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 174,6 ma.kr. á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem er 4,2% aukning á milli ára. Niðurstaða tímabilsins er 0,6 ma.kr. eða 0,3% undir tekjuáætlun fjárlaga. Í grófum dráttum teljast tekjur ársins því á áætlun og ljóst er að það neikvæða frávik sem kom fram í greiðsluafkomu fyrsta ársfjórðungs hefur að mestu gengið til baka.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir janúar-apríl 2013

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum