Hoppa yfir valmynd
30. september 2017 Dómsmálaráðuneytið

Kosningaréttur íslenskra ríkisborgara sem hafa átt lögheimili erlendis í meira en átta ár

Alþingi hefur samþykkt ákvæði til bráðabirgða við lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sem veitir íslenskum ríkisborgurum sem átt hafa lögheimili erlendis í meira en átta ár heimild til þess að óska eftir því að vera teknir á kjörskrá fyrir komandi alþingiskosningar.

Þetta á við um þá íslensku ríkisborgara sem fluttu lögheimili sitt frá Íslandi fyrir 1. desember 2008 og voru ekki á kjörskrá þann 1. desember 2016.

Beiðni um að komast á kjörskrá skal send Þjóðskrá Íslands eigi síðar en 11. október.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira